Tannlæknastofan hóf rekstur í júlí 1988 á Kirkjubraut 2, Akranesi en flutti sig um set og var stækkuð í þá mynd sem hún er í dag á Kirkjubraut 28 við aðalgötu Akranesbæjar. Við höfum þannig áratuga reynslu í meðferð á börnum og fullorðnum á flestum sviðum tannlæknisfræðinnar.
Það er sama í hvað tilgangi þú heimsækir okkur, við leggjum okkur alltaf fram um að láta þér líða sem best. Framfarir í tannlækningum hafa verið miklar undanfarin ár og áratugi sérlega með tilkomu tannplanta (ígræða) og tannlýtalækninga sem er okkar sérsvið ásamt almennum tannfyllingum og tannuppbyggingum úr plasti, postulíni og gulli.
Við bjóðum upp á alla almenna tannlæknaþjónustu og ættu því allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Smelltu hér
til þess að fræðast nánar um þjónustuna.