Greinar og blogg

Grein sem birtist í Skessuhorni um jólin 2009

Sample image

Síversnandi tannheilsa barna og unglinga hefur verið ofarlega í huga mínum og reyndar margra tannlækna undanfarin misseri. Reglugerðarfargan sjúkratrygginga og pólitísk óstjórn í þessum málaflokki undanfarinn áratug hefur orðið þess valdandi að tannheilsa þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi er miklu verri en jafnaldra þeirra í nágrannalöndum okkar. Sá frábæri árangur sem náðist á árunum 1986-1996 í fækkun tannskemmda um 80% hefur að miklu leyti gengið til baka og tannátustuðull vaxið hratt síðan þá.

Jafnt og þétt hefur verið dregið úr endurgreiðslum hins opinbera til tannlækninga barna og virðist þessi hópur engan málsvara hafa í okkar velmegunarþjóðfélagi. Börnum er mismunað hvað varðar aðgengi að tannheilsugæslu eftir efnahag foreldra/aðstandenda. Mörg þeirra skila sér illa eða alls ekki til eftirlits hjá tannlæknum. Afleiðingarnar eru öllum sem vilja sjá; skelfilegar. Augljóst er og hefur reyndar verið lengi að endurskoða þarf endurgreiðslukerfi sjúkratrygginga og koma því til nútímans. Hingað til hefur ríkt ótrúlegt skilningsleysi, áhugaleysi og andleysi varðandi þessi mál í hinu háa heilbrigðisráðuneyti.

Lesa meira: Tannheilsa í öngstræti

Lysing tanna

Mannskepnan hefur frá örófi alda reynt að fegra sig með öllum tiltækum ráðum, misgóðum. Ekki hefur dregið úr þessu. Þvert á móti hefur þessi fegrunarþörf aukist til muna síðustu áratugina og á örugglega ekki eftir að minnka.

Eitt af því sem tilheyrir fegurð er fallegt bros og fallegar tennur. Ekki eru allir jafnt skapaðir tannlega, sumir hafa meðfæddar ljótar tennur með brúnum eða gulum blettum eða tetracyklín-litaðar. Hvað sem því líður dökkna flestar tennur með aldri, verða yfirleitt gulari eða jafnvel brúnni. Þetta gerist mismikið og mishratt og er að hluta til háð drykkju- og fæðuvenjum, ásamt munnhirðu.

Fyrir marga er þetta ekkert stórmál, einungis gangur náttúrunnar og hluti af því að eldast. Svo eru aðrir, og þeir eru alls ekki svo fáir, sem ekki sætta sig við dökkar tennur og vilja lýsa þær. Lýsing tanna heur verið þekkt lengi og var first lýst árið 1898 (1).

Ýmis tól, tæki og efni eru til sem hægt er að nota í þessum tilgangi, bæði hjá tannlæknum og í lyfja- og matvörubúðum. Má þar nefna tannkrem, tannbursta, lýsingarefni, lýsingarborða, hitatæki, ljósatæki o.fl.

Skipta má litun tanna í tvennt þ.e. innri (intrinsic) og ytri (extrinsic) litun. Innri litun má síðan skipta í pre-eruptive og post-eruptive. Algengasta orsök pre-eruptive litunar er fluorosis og notkun tetracyklíns meðan á myndun tanna stendur. Ennfremur getur afmyndun glerungs s.s. amelogenesis imperfecta og dentinogenesis imperfecta valdið pre-eruptive litunum. Dæmi um post-eruptive innri litanir tanna eru slys þar sem blæðingar úr kviku komast inn í tannbeinsgöngin (tubuli). Með aldri geta tennur einnig litast vegna myndunar á sec. og tertiary tannbeinsog eins vegna málma frá amalgam fyllingum. Algengust ytri litanir tanna eru vegna efna (tannína) í fæðu eða drykkjum s.s te, kaffi og vín. Ennfremur geta ytri litanir einnig stafað af málmum, tannsýklu, nikótíns o.fl.

Í þessari grein er ætlunin að fara nokkrum orðum um helstu tannlýsingameðferðir, kosti þeirra og galla

Lesa meira: Lýsing tanna með ýmsum aðferðum

Jónas Geirsson, University of Iceland, Faculty of Odontology, Reykjavik , Iceland.

Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini (OT) er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjalda í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og - fræðinga á Íslandi í ágúst og september 2009. Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru 30-39 ára (33%), 40-49 ára (25%) og 20-29 ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með erosionum (13%). Tennur eftir periomeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella.

Lesa meira: Ofurnæmi tannbeins. Könnun meðal íslenskra tannlækna og tannfræðinga.

Jónas Geirsson, Sigurður Örn Eiríksson, Sigfús Þór Elíasson, Tannlæknadeild Háskóla Íslands, Reykjavík.

Með sívaxandi fjölda plastfyllinga eykst þörf á áreiðanlegum viðgerðum þegar fyllingar slitna og brotna. Kannað var hvort mismunandi yfirborðsmeðferðir hefðu áhrif á styrk bindingar milli eldra og nýs plastefnis. Ennfemur að athuga hvaða aðferð kemst næst því að endurreisa upprunalegan styrk efnisins.

Efniviður: Tuttugu og ein 4 mm. þykkar plastblokkir (Tetric Ceram, IVOCLAR VIVADENT), voru geymdar í hitaskáp (37°C) í 30 mánuði. Átta mismunandi yfirborðsmeðferðir voru kannaðar: (1) Sýruæting, (2) Demantsslípun + sýruæting (37%fosfórsýra), (3) Air abrasion (CoJet, 3M ESPE) + sýruæting, (4) CoJet + SE Bond (KURARAY), (5) CoJet + sýruæting + CompositeRepair (ALL DENTAL PRODX), (6) CoJet + sýruæting + Porcelain Primer (BISCO), (7) CoJet + Clearfil Repair (KURARAY).

Excite bonding agent (IVOCLAR VIVADENT) var borinn á öll sýni og ljóshertur fyrir utan hóp 4 og hóp 7. Nýtt plastefni var sett ofan á blokkirnar og ljóshert í 2 mm. lögum. Plasblokkir í viðmiðunarhóp (8) samanstóð af nýju 4mm. þykku plastefni og nýjum 2 mm. lögum sem var samstundis bætt á sýnin og ljóshert. Eftir 24 klst. geymslu í eimuðu vatni, voru sýnin söguð í 0.8-mm þykkar sneiðar og rúnaðar í 1 mm2 flatarmál (stundaglasform) sem innihélt bindinginn sem prófa átti. Sýnin voru síðan togprófuð með 1 mm/min hraða (crosshead speed) með EZ test testing machine. Niðurstöður voru greindar með ANOVA and Tukey B prófum (p<0.05).

Niðurstöður: Plast við plast bindistyrkur var mældist eftirfarandi (MPa): (1) 17,5a, (2) 30,3b, (3) 30,0b, (4) 36,9b,c, (5) 28,9b, (6) 40,7c,d, (7) 47,8d, (8) 47,6d. Hópar með sömu bókstöfum höfðu ekki marktækan mun. Ályktun: Þegar gert er við gamalt plastefni með nýjum endurreistu tveir hópar upprunalegan bindistyrk efnisins; Clearfil Repair og silane penslun sem milliskref fyrir notkun bindiefnis (Excite bonding agent).

Lesa meira: Togstyrkur bindingar milli nýs og gamals plastblendis

Eftir Jónas Geirsson tannlækni, MS

Fátt er það í okkar fræðum sem kallar meira á yfirsýn tannlæknis ,menntun hans og reynslu en uppbygging rótfylltra tanna. Margt getur farið úrskeiðis; stifti losna, rætur springa og rótfyllingar klikka. Tannskurður til undirbúnings stiftisísetninu getur verið of stuttur, of langur, eða of róttækur (perforation).

Í eina tíð var talið að tannbein í rótfylltum tönnum væri brothættara vegna vatnsskorts (1) og minni krossbindingu kollagens (2). Nýrri rannsóknir benda þó alls ekki til þess (3,4). Tap á tannvef vegna trauma, tannátu og tannskurðar virðast vera sökudólgarnir á hærri tíðni á tannbrotum í rótfylltum tönnum miðað við venjulegar (vital) tennur (5). Þannig ætti varðveisla tannvefs að vera efst í huga tannlækna við meðhöndlun rótfylltra tanna. Rétt er að hafa í huga að aðaltilgangur rótarstiftis er ekki styrking tannar (hugsanlega eru trefjastifti þar undantekning) heldur sem festa (retention) fyrir kjarnan (core).

Í þessum greinarstúf er megináherslan lögð á hvað beri að varast við uppbyggingu rótfylltra tanna og fjallað um helstu úrræði og rannsóknir er lúta að öruggari og áreiðanlegri uppbyggingu.

Lesa meira: Undirbúningur fyrir uppbyggingu á rótfylltum tönnum.
Page 1 of 2