Greinar og blogg

Jónas Geirsson, University of Iceland, Faculty of Odontology, Reykjavik , Iceland.

Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini (OT) er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Þegar tannbein verður berskjalda í munnholi (einkum við tannhálsa) getur erting af ýmsum toga (varmi, flæðispenna, snerting) valdið sársauka eða stundarverk þegar vökvi flæðir gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory). Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Efni og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningum (YouGov Zapera A/S) var send til tannlækna og - fræðinga á Íslandi í ágúst og september 2009. Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur. Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru 30-39 ára (33%), 40-49 ára (25%) og 20-29 ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með erosionum (13%). Tennur eftir periomeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella.

Inngangur

Ofurnæmi í tannbeini (OT) einkennist af sársauka sem varir stutt og er komið af stað af ytra áreiti sem ekki tengist á neinn annan hátt öðrum sjúkdómum.1-3 Algengast er að hitasveiflur (kul), hreyfing (tannburstun eða tannlæknaverkfæri), osmótískar sveiflur (sætt, súrt) og þurrkur valdi þessum sársauka.4 Einkennandi fyrir þetta ástand er að verkur hverfur hratt þegar áreitið hættir. Þróunarferill sársauka vegna OT var lýst á sjöunda áratug síðustu aldar sem breytingar á vökvaflæði gegnum tannbeinspíplurnar (hydrodynamic theory) sem hefur áhrif á taugaenda sem þar liggja .5-6 Takmarkaðar upplýsingar hafa verið til staðar fyrir tannlækna um hversu algengt þetta fyrirbæri er, hvaða tennur eiga oftast í hlut, hvaða meðferðir eru til og hversu vel þær virka. Þessi könnun er sú fyrsta hér á landi sem tengist OT og hefur það meginmarkmið að búa til safn upplýsinga sem kunna að nýtast til hönnunar og framkvæmdar á ítarlegri rannsóknum tengdum OT síðar meir.

Margskonar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni svo sem tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni, antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate og oxalates. Tilgangur þessarar könnunar var að fá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi, meðferðarúrræði og gagnsemi þeirra.

Efniviður og aðferðir:

Það var fyrirtækið Colgate-Palmolive A/S (Parallelvej 16, Kgs. Lyngby, DK-2800, Denmark, http://www.colgate.dk) sem setti rannsóknina af stað sem var framkvæmd á öllum Norðurlöndunum á sama tíma eða í ágúst 2009. Ákveðið var að útfærsla og hönnun rafrænna spurninga yrði í höndum fyrirtækisins YouGov Zapera A/S (Ryesgade 3 - DK-2200 København N, info@yougov.d) sem myndi einnig sjá um úrvinnslu gagna (Tafla 1). Hönnun spurninga og fjöldi var gerð með því markmiði að fá ítarlegar upplýsingar um OT á einfaldan og skýran máta án þess að vera leiðandi eða misvillandi.

 • Tafla 1. Valdar spurningar úr könnuninni sem sendar voru til tannlækna og tanntækna.
 • 1. How many patients with dentin hypersensitivity do you register per week in your clinic?
 • 2. Do you register dentin hypersensitivity more frequently in women or men?
 • 3. Rank the age groups in the order in which you most frequently register dentin hypersensitivity
 • 4. How do you most frequently detect that your patients suffer from dentin hypersensitivity?
 • 5. Rank the teeth in the order in which you most frequently register dentin hypersensitivity.
 • 6. Rank the teeth in the order in which situations you most frequently register dentin hypersensitivity
 • 7. How often do you tell the patient about the cause(s) of dentin hypersensitivity?
 • 8. Which symptoms do you register most frequently in dentin hypersensitivity?
 • 9. In your experience, which stimuli most frequently triggers dentin hypersensitivity?
 • 10. How long does the provoked pain most frequently last?
 • 11. Rank the treatments in the order in which they most frequently trigger dentin hypersensitivity.
 • 12. Which toothpastes do you recommend for daily use to patients with dentin hypersensitivity?
 • 13. Which toothbrushes do you recommend to patients with dentin hypersensitivity?
 • 14. Which treatments/measures do you use most frequently for your patients with dentin hypersensitivity?
 • 15. To what extent do you believe that the following treatments/measures help against dentin ypersensitivity?
 • 16. Rank in order of importance, those properties which are important to you in treatment of dentin hypersensitivity.

Allir skráðir tannlæknar með rafrænt póstfang fengu sendan spurningalistann eða alls 259. Rannsóknin var útfærð af markaðsgreiningarfyrirtækinu YouGov Zapera í ágúst 2009. Könnunin innihélt 5 spurningar um bakgrunn svarenda (grunnbreytur) og 16 spurningar um OT (Tafla 1). Í Töflu 2 sést fjöldi svarenda og bakgrunnur þeirra en alls sendu 38 tannlæknar og 2 tannfræðingar inn svör og svarhlutfall því 15.5%.

 • Tafla 2. Fjöldi svarenda eftir kyni, menntun og landssvæði.
Gender Region
Base Male Female Reykjavik Other Iceland
Base 40 26 14 34 6
Dentist 95% 100% 86% 94% 100%
Dental hygienist 5% - 14% 6% -
Total 100% 100% 100% 100% 100%


Niðurstöður:

Svörin úr könnuninni leiddu í ljós að flestir tannlæknar/fræðingar sögðust hitta færri en 5 sjúklinga með OT á viku (75%) og um 20% sjá 5-10 sjúklinga með OT á viku. Algengara var að OT væri skráð hjá konum en körlum (60%), hinsvegar töldu einungis 3% að OT væri algengara hjá körlum en konum. Hvað varðaði aldurshópa kom í ljós að OT var oftast skráð hjá fólki á aldrinum 20-49 ára (algengast 33% í aldurshópi 30-49 ára). Í 58% tilfella sögðu sjúklingar frá viðkvæmni í tönnum án þess að tannlæknir/fræðingur spurðu um slíkt að fyrra bragði og í 40% tilfella kom fram viðkvæmni í tönnum við klíniska skoðun.

Þær tennur sem algengast var að skrá OT voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, þar á eftir framtennur efri- og neðrigóms(Mynd 1.)


 • Mynd 1. Tannhópum raðað eftir algengi OT (Rank 1 algengast).

Mynd 1 OT

Ofurnæmi í tannbeini var algengast tengt tannholdshörfun (gingival recession), fylltum tönnum og erosionum ásamt meðferðum við tannvegsmeinum (Mynd 2.)


 • Mynd 2. Aðstæður tengar OT. (Rank 1 algengast)
Mynd 2 OT

Í um 90% tilfella voru sjúklingar alltaf eða oft upplýstir um ástæður OT. Oftast var OT lýst sem nístandi (88%) eða nagandi (20%) sársauka sem varði yfirleitt í stuttan tíma og var yfirleitt horfinn innan 30 sekúnda í 90% tilfella . Ennfremur kom í ljós að kuldi orsakaði langoftast OT (98%) þar á eftir sætindi (45%) og tannburstun (33%). Þau tannlæknisverk sem oftast orsökuðu OT voru blástur/kæling, ultrasound hreinsun og lýsing tanna (Mynd 3.)


 • Mynd 3. Tannlæknisverk sem framkalla OT (Rank 1 algengast).

Mynd 3 OT

Tannkrem sem oftast var mælt með við sjúklinga með OT voru Sensodyne (90%), Colgate (40%) og Zendium (40%). Ekki kom fram burstategund umfram aðra sem mælt var með. Meðferðarúræði sem oftast var beitt voru flúorpenslun, kennsla í tannburstun og notkun bindiefna á tannbeinsyfirborð ( Mynd 4)


 • Mynd 4. Meðferðarúrræði vegna OT.
Mynd 4 OT

Mesta tiltrú höfðu tannlæknar/fræðingar á flúormeðferð, tannholsmeðferð, plastblendis/bindiefna ísetningu og kennslu/fræðslu til meðhöndlunar á OT. Einnig kom fram að það sem þótti mikilvægast við meðferð á ofurnæmi í tannbeini var að meðferðin væri langvirkandi þar sem sársaukinn lagaðist strax. Ennfremur að meðferðin væri studd klíniskum rannsóknum og að hún væri auðveld í framkvæmd.

Umræður

Það er almennt viðurkennt að margir af sjúklingum okkar hafa ofurnæmi í tannbeini í einni eða fleiri tönnum. Brýn þörf er á upplýsingum til greiningar og kynningar fyrir sjúklinga og hvernig meðhöndla og fyrirbyggja eigi ofurnæmi tannbeins. Alls tóku 40 fagaðilar þátt í þessari rannsókn (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Langflestir starfa á einkastofum og hafa mikla reynslu (95% lengur en10 ár í starfi). Það rýrir nokkuð gildi þessarar rannsóknar og veikir niðurstöður hennar hve lágt svarhlutfallið var. Erfitt er því að meta algengi og úrræði fyrir OT almennt hjá tannlæknum/fræðingum, en þó hægt að líta á niðurstöðurnar sem vísbendingu sem byggja má frekari rannsóknir á.

Rétt er að benda á að erfitt er að meta og mæla hugtök eins og sársauka, tilfinningu eða trú á meðferðarúrræðum og verður að meta vægi rannsóknarinnar með það í huga. Ein aðferð til að nálgast þetta viðfangsefni er að hanna spurningalista sem gæti gefið okkur yfirsýn og kortlagt það að einhverju marki. Upplýsingar úr þessarri könnun mætti síðan nota til að hanna áreiðanlegri rannsókn með betri aðferðafræði, þar sem stuðst er við breytur sem hægt er að mæla aftur og aftur.

Rannsóknir hafa sýnt að algengi ofurnæmis í tannbeini er 4-57% hjá sjúklingum á einkastofum þegar starfsfólk framkvæmir skoðunina.7,9 Ef sjúklingar tilkynna sjálfir um ofurnæmið er hlutfallið 37-52%.10 Eldri rannsóknir skýra frá algengi um 15%.11 Ef við göngum út frá því að hver tannlæknir/fræðingur hafi 60 sjúklinga á viku og 5 þeirra hafi OT, samanber svör úr spuningalista, má reikna algengi um 8.4% sem er vel fyrir neðan þann fjölda sem sést í öðrum rannsóknum. Varasamt er þó að taka þennan samanburð alvarlega þar sem þessar rannsóknir eru ólíkar og niðurstaðna aflað með ólíkri aðferðarfræði.

Á hinn bóginn gefur rannsóknin til kynna svipaðar niðurstöður hvað varðar fjölda kvenna umfram karla með OT og að algengast er að OT birtist í aldurshópum 20-49 ára.7,9 Skýringin á hvers vegna OT kemur síður fram hjá eldri einstaklingum má ef til vill rekja til myndun sekunders og tertiers tannbeins. 12 Ennfremur er álíka niðurstaða í þessari rannsókn og fyrri rannsóknum hvað varðar hugsanlegar ástæður OT, þ.e. tannholdshörfun (gingival recession) og erosionir. 9,13 Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að forjaxlar og framtennur hafa oftast OT.8 Í þessari rannsókn kom í ljós að forjaxlar og jaxlar í efri góm eru oftast með OT. Ekki er gott að segja hvað getur skýrt þennan mun.

Í þessari rannsókn koma fram nýjar upplýsingar hvað varða viðhorf tannlækna/fræðinga til OT. Sérlega hvað kemur OT af stað, innan og utan tannlæknastofunnar, hvaða brögðum fagaðilar beita til að meðhöndla OT og hversu mikla tiltrú þeir hafa á þeim. Kuldi er það sem oftast vekur upp ofurnæmi í tannbeini og af tannlæknisverkum eru það ultrasound hreinsanir á tönnum. Helst er flúorpenslun og fræðsla notuð sem vopn í baráttunni við OT þrátt fyrir að tannlæknir/fræðingar hafi ekki mikla tiltrú á þeim og beðið er eftir meðferð sem virkar hratt, er langvarandi og auðvelt er að framkvæma. Frekari rannsóknir á þessu algenga vandamáli leiða vonandi til úrbóta því þörfin er svo sannarlega brýn og tannheilsugæslan virðist hálf ráðþrota hvað varðar meðhöndlun á því.

Heimildaskrá

1. Dowell P, Addy M: Dentine hypersensitivity - A review. Aetiology, symptoms and theories of pain production. J Clin Periodontol 1983; 10:341-350.

2. Holland GR, Närhi MN, Addy M, Gangerose L, Orchardson R: Guidelines for the design and conduct of clinical trials on dentine hypersensitivity. J Clin Periodontol 1997; 24:808-813.

3.Canadian Advisory Board on Dentin Hypersensitivity: Consensus-based recommendations for the diagnosis and management of dentin hypersensitivity. J Can Dent Assoc 2003; 69:221-226.

4. Markowitz K,Pashley DH. Discovering new treatments for sensitive teeth: The long path from biology to therapy. J Oral Rehabil 2008; 35:300-315.

5. Brännström M: A hydrodynamic mechanism in the transmission of painproduced stimuli through the dentine. In Sensory Mechanisms in Dentine. Anderson DJ, ed Pergamon Press, London, 1963, pp 73-79.

6. Brännström M, Johnson G. Movements of the dentine and pulp liquids on application of thermal stimuli. Acta Odontol Scand 1970; 28:59-70.

7. Armitage P, Berry G: Statistical Methods in Medical Research. Oxford, Blackwell Scientific Publications 1994.

8 Addy M. Dentine hypersensitivity: New perspectives on an old problem. Int Dent J 2002; 52 (supl): 367-375.

9. Cummins D. Dentin hypersensitivity: From Diagnosis to a breakthrough therapy for everyday sensitivity relief. J Clin Dent 2009; 20:(Spec Iss) 1-9.

10. Report of a global survey of 11000 adults about sensitive teeth. Research Quorum, Basingstoke,Hampshire, UK, 2002.

11. Murray le, Roberts aj. The prevalence of self-reported hypersensitive teeth. Arch Oral Biol 1994; 39 (Suppl):1295.

12. West NX: Dentine hypersensitivity. In Dental Erosion. Lussi A, ed Kager, Basel 2006;pp 173-189.

13. Drisko CH: Dentine hypersensitivity. Dental hygiene and periodontal considerations. Int Dent J 2002; 52:385-39.