Tannlækningar í svæfingu

Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi höfum við aðstöðu á skurðdeildinni til tannlæknisverka.

Fagmennska í fyrirrúmi

Frá stofnun tannlækningastofunnar (1988) hafa verið framkvæmdar þar aðgerðir í svæfingu. Undanfarin ár hefur verið komin upp mjög góð aðstaða fyrir tannlækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þar höfum við framkvæmt aðgerðir fyrir börn, misþroska og þroskahefta einstaklinga. Ennfremur sjúklinga með alvarlega sjúkdóma og einstaklnga með tannlæknafælni auk slysatilfella. Þessar aðgerðir eru gerðar (þegar það á við) í samráði við foreldra og aðstandendur. Farið er yfir ítarlega meðferðaráætlun og sjúklingar upplýstir eins vel og kostur er um aðgerðina og reynt að uppfylla óskir þeirra.