Þjónusta okkar

Við gerum okkur grein fyrir því að kröfur um fallegt og heilbrigt bros verða sífellt meiri.

Fagmennska í fyrirrúmi

Á tannlæknastofunni er fagmennska í fyrirrúmi, nýjustu tækni og efnum beitt á þessu sviði til að ná settu marki og gera okkar sjúklinga ánægða. Við veitum persónulega þjónustu og reynum að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Í heimi tannlækninganna eru ótrúlega margir möguleikar til að bæta og breyta útliti tanna. Til að mynda að breyta lögun tanna eða loka bilum milli tanna. Breyta lit tanna (tannlýsing) og laga slit á tönnum.
Undir "Klíniskar myndir" tenglinum hér á síðunni eru myndir sem sýna ýmsar útlitsbreytingar á tönnum. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar.
Við veitum fræðslu um tannhirðu og forvarnir til okkar skjólstæðinga og upplýsingar um allt sem viðkemur tannheilsu og heilbrigði munnholsins. Við hjá JG tannlæknastofu höfum mikla ánægju af því að veita skjólstæðingum okkar fyrsta flokks þjónustu.
Við tökum á móti öllum með breiðu brosi!